Körfuboltamót

Sigursteinn æfir körfubolta með Haukum í Hafnarfirði og í morgun var komið að því að keppa „minni bolta“ við önnur lið í sama flokki. Mótið fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans, en þar kepptu Haukar, Valur og Hamar. Keflvíkingar skrópuðu enda örugglega skíthræddir við Hauka. Skemmst er frá því að segja að Haukar gjörsigruðu bæði Val og Hamar. Þetta var niðurstaðan: 88/38 og 70/18.

Ég tók nokkrar myndir.

Fleiri myndir hérna.

Submit a Comment