Haukar Íslandsmeistarar 2007

Við fórum til Grindavíkur í gær, sunnudag, og horfðum á Sigurstein Snæ leika körfubolta með Haukum. Skemmst er frá því að segja að strákarnir urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki, minni bolta (10 ára). Ég tók þessa hreyfimynd með nýja símanum mínum þegar sigurinn var í höfn og strákarnir fengu sigurbikarinn í hendur.

Úrslitaleikurinn var sannast sagna æsispennandi og fóru foreldrar á límingunum í íþróttahúsinu. Í fyrstu leit út fyrir að heimaliðið, Grindavík, hefði betur, en Haukar sóttu í sig veðrið undir hrópum og köllum foreldra sinna og fyrir hvatningu og uppörvun Villa þjálfara, og sigruðu með sex stiga mun, 36-30.

Hérna er símamynd af Sigursteini með sigurbikarinn.

Sigursteinn Snær með sigurbikarinn

Mynd og frásögn má nálgast á heimasíðu Hauka með því að smella hér.

Comments

  1. Jón Gils Ólason skrifar:

    Innilega til hamingju með sigurinn!

  2. Gunný skrifar:

    Jei!!! Flottir strákar!

Submit a Comment