Í flugferð með Alexander

Í blíðskaparveðrinu í gær fórum við Ráðska í flugferð með Alexander Mána, syni okkar, í fyrsta sinn. Alexander er aðeins 16 ára og lýkur væntanlega einkaflugmannsprófi í haust, eins og ég gat um hér. Ég tók nokkrar myndir.

Alexander við stjórnvölinn

Alexander við stjórnvölinn

Við flugum yfir höfuðborgarsvæðið, yfir Akranes, meðfram Hafnarfjalli, yfir Borgarnes og inn Borgarfjörð, yfir Skorradalsvatn og þaðan yfir Botnsheiði og út Hvalfjörð áður en við snerum aftur til Reykjavíkur. Ferðin tók um klukkustund.

Flogið meðfram Hafnarfjalli

Flogið meðfram Hafnarfjalli

Alexander var við stjórnvölinn allan tímann en flugkennarinn hans, Sigurjón Atli Benediktsson, sat við hlið hans og leiðbeindi honum. Alexander sækist námið vel og hefur þegar tekið um helming af flugtímunum sem krafist er til einkaflugmannsprófs.

Fleiri gluggamyndir má nálgast hér.

Comments

 1. Til lukku með glæsilegan árangur Alexanders. Myndirnar eru ekki síður snotrar.

 2. Ísól skrifar:

  Frábær hann Alexander. Myndirnar eru flottar.
  Bestu kveðjur til ykkar allra.

 3. Óli Ágústar skrifar:

  Þetta er afar skemmtilegt. Skoðaði myndirnar í myndaalbúminu.
  Þær koma vel út. Glæsilegt sjónarhorn. Myndavélin skilar
  dýptinni prýðilega. Til hamingju með þetta háloftatrimm og kveðja
  til Alexanders.

 4. Jón Gils Ólason skrifar:

  Drengurinn er flottur og maður fær heimþrá af myndunum.

Submit a Comment