Huliðsheimar

Við vörðum einum degi með Steindóri, Rósu og krökkunum þeirra í Huliðsheimum (sp. Terra Mítica) á Benidorm. Ég tók þessa mynd af hópnum við innganginn í þennan fræga skemmtigarð.

Talið frá vinstri: Haraldur (tengdasonurinn), Eva Laufey, Steini bróðir, Rósa, Allan, Ráðska, Sigursteinn og Alexander.

Hvað sem um þennan garð má segja, þá er hann einhver stærsti þemagarður Evrópu, alls 105 hektarar að stærð. Í honum eru um það bil 80 veitingastaðir af ýmsu tagi. Elsti rússíbaninn í garðinum, Magnus Colossus, var lengi vel stærsti viðarrússíbani í Evrópu. Nýtt leiktæki hefur verið sett upp í garðinum annað hvert ár síðastliðinn áratug eða svo, en það veldur því að flestir gestir koma oftar en einu sinni. Um það bil hálfur dagur fer í biðraðir við leiktækin, hinn helmingurinn fer í sjálf leiktækin. Sá sem vill prófa öll leiktækin verður að verja að minnsta kosti tveimur dögum í garðinum.

Heiðurshjónin Rósa og Steindór

Submit a Comment