Haukar verja Íslandsmeistaratitilinn

Haukar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð í dag í körfuknattleik, minni bolta 11 ára. Sigursteinn Snær er í liðinu og við Ráðska fylgdumst með sigrinum í KR-húsinu.

Hér er mynd af liðinu þegar sigurinn var í höfn. Strákarnir eru þarna með Ívari þjálfara að varpa fram gamalkunnugri spurningu: „Hverjir eru bestir?“ Svarið liggur í augum uppi, ár eftir ár.

Hverjir eru bestir?!

Hér er Sigursteinn síðan með bikarinn í hendi.

Sigursteinn með bikarinn

Ég fjallaði ofurlítið um sigurinn í fyrra hér.

Submit a Comment