WordPress 2.7 á íslensku

Ég hef verið að rísla mér við að þýða nýjustu útgáfuna af WordPress-kerfinu, útgáfu 2.7. Henni er ekki að fullu lokið, en vegna fjölda áskorana er þýðingarskráin komin á vefinn. Um það bil 60 strengir eru óþýddir í skránni en þeir eru lítt áberandi í kerfinu. Áhugasamir geta nálgast þýðingarskrána hér.

Ég stefni að því að ljúka þýðingunni í febrúar. Þeir sem sækja sér þýðingarskrána núna eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með uppfærslum hér og sækja sér lokagerðina þegar hún er tilbúin.

Comments

  1. Þetta er góð þýðing, Binni. Íslenskt umhverfi í tölvunni er á við hlýja lopapeysu á vetrarkvöldi.

  2. Óli Gneisti skrifar:

    Ég bíð eftir endanlegu útgáfunni en vildi bara segja að ég er glaður að vita af þessu hjá þér.

  3. Sigurjón skrifar:

    Þakka þér kærlega fyrir þetta, það er allt annað líf að geta notað íslensku við þetta!

  4. Bjarni Ragnarsson skrifar:

    Takk kærlega fyrir þessa þýðingu. Sérlega vel gerð.

Submit a Comment