WordPress 2.8 á íslensku

Ég hef lokið við að þýða stigbót 2.8 af WordPress. Þeir sem vilja nota þýðinguna geta sótt sér þýðingarskrána hér.

Comments

 1. jón skrifar:

  takk fyrir mig

 2. Bjarni Sævarsson skrifar:

  Kærar þakkir

 3. Rosastef skrifar:

  Get ég komið með athugasemdir varðandi þýðingarnar? T.d. orðið uppnýja sem ég hafði aldrei heyrt fyrr en ég sá WordPress á íslensku. Af hverju er ekki notuð sögnin að uppfæra? Ég get spurt þess sama með sögnina að stigbæta. Hvaðan kom það orð?

  Ég er samt þakklát fyrir þýðinguna, en finnst skipta máli að þetta sé á skiljanlegri íslensku.

 4. Binni skrifar:

  Sæl Rósa. Að sjálfsögðu getur þú gert þær athugasemdir sem þú vilt um þýðinguna. Þetta er þýðing sem ég hef komið mér upp á löngum tíma og boðið þeim sem áhuga hafa. Aðrar þýðingar gætu verið í umferð einhvers staðar, ég hef ekki fylgst nógu vel með því. Kannski finnurðu eitthvað sem fellur þér betur.

  Ég ætla hins vegar að fá að gera gagnathugasemd: Kannski verður þú að læra að skilja móðurmálið þitt betur. Sagnirnar „uppnýja“ og „stigbæta“ fyrir „update“ og „upgrade“ (ásamt nafnorðinu „stigbót“ fyrir nafnorðið „upgrade“) eru góð og gild íslensk orð sem finna má í Tölvuorðasafninu. Þau hafa tíðkast lengi. Sögnin að „uppnýja“ er fornt í málinu og var notað löngu fyrir tölvurnar. Uppfæra er líka ágætt. Stigbót og stigbæta eru frábær orð fyrir upgrade.

  Ef þú endurtekur þetta nógu oft, þá venst þetta. Prófaðu að fara með þetta eins og Maríubænir.

 5. Rosastef skrifar:

  Ég skil móðurmál mitt fullvel. Flott hjá þér samt að hvetja mig til að læra að skilja það betur.

  Veit ég vel að þetta eru allt orð komin af íslensku meiði, en einföld leit á Google skilar þér samt þeirri niðurstöðu að ég er ekki ein um að finnast þessi orð undarleg og óskiljanleg:
  http://www.google.is/search?q=uppn%C3%BDja&ie=utf-8

  Skiptir þá litlu hvað Tölvuorðasafnið telur æskilegt. Fæstir þeirra sem skrifa greinar í WordPress eru menntað tæknifólk og þeir einstaklingar eru að lenda í veseni því þeir skilja ekki orðin í íslensku þýðingunni. Þetta snýst um að gera WordPress aðgengilegt og notendavænt.

  Á síðu Skýrslutæknifélagsins stendur einnig: Miklu fleiri hafa þó notað sögnina að uppfæra fyrir update og er hún þá enn annað samheiti. http://www.sky.is/ord-vikunnar/uppnyja

  Það er engin ástæða til að gera WordPress svona hátæknilegt þegar kerfinu er snarað yfir á íslensku.

 6. Binni skrifar:

  Orðin „stigbót“, „stigbæta“, „uppnýja“ og „uppfæra“ eru ekki hátæknimál. Sú fullyrðing er satt að segja svolítið brosleg. Þetta eru gagnsæ orð og það skilja þau allir (jafnvel þeir sem eru ekki vanir að nota þau). Þá leyfi ég mér að benda á að leit á Google er ekki besti mælikvarði á íslenska málvenju; hún gæti hins vegar sýnt það ágætlega hvað íslenskum þýðingum í tölvuheiminum er ábótavant.

  Hver sem er getur þýtt WordPress. Ég kaus að gera það svona og bjóða þeim sem vildu. Ég vona þín vegna að þú finnir eitthvað „aðgengilegra“ og „notendavænna“, en dæmin sem þú nefnir skilja varla milli feigs og ófeigs í því sambandi.

 7. Þakka þér kærlega fyrir að leggja á þig að þýða WordPress og gera öllum aðgengilegt sem hafa áhuga. Þannig er að ég er að uppfæra (eða uppnýja 🙂 heimasíðu mína. Færa hana yfir í WordPress kerfið. Þegar ég byrjaði á verkinu var ég að vinna í WP 2.9.1, núna er hins vegar WP 2.9.2 aðgengilegt. Ef ég breyti um kerfi í miðjum klíðum hefur það neikvæð áhrif á íslensku þýðinguna? Þá er ég aðallega að hugsa um hvernig þetta horfir við lesendum (user interface). Ég vil t.d. að dagsetningin líti út svona: 24. janúar 2010. Þannig kemur hún út núna í WP 2.9.1 þó þýðingin þín miðist reyndar við WP 2.8. Það ætti þá varla að skipta máli hvort ég nota WP 2.9.1 eða 2.9.2? Enn og aftur, takk fyrir gott framtak!

 8. Binni skrifar:

  Nei, það skiptir ekki máli. Einhverjir strengir standa óþýddir en það hefur engin áhrif á sjálfa virknina.

 9. Góðar fréttir. Þakka þér fyrir að svara mér svona fljótt.

 10. Ólafur Skorrdal skrifar:

  Ég verða að segja, Binni, eftir að hafa þýtt nokkur kerfi gegnum árin, það að nota WordPress á íslensku er eins og að þurfa að læra eigið tungumál upp á nýtt!

  Tölvuorðasafnið er orðið um 20 ára gamalt – og að styðjast við það, í þýðingum sem þessum, er bara kjaftæði! Þegar ég NENNI, mun ég endurþýða WordPress kerfið frá A-Ö – og vonandi mun það þá verða skiljanlegt, fólki sem talar íslensku.

 11. Binni skrifar:

  I don’t give a shit. Ég vona að þetta sé nógu skiljanlegt.

 12. Ásgeir Sæmundsson skrifar:

  🙂 haha Góður Binni

 13. Ásgeir Sæmundsson skrifar:

  Ég leyfi mér að fara aðeins út fyrir umræðuefnið.. en veit einhver um íslenskt spjallsvæði þar sem hægt er að ræða um þýðingar og orðanotkun?

 14. Hrafn Malmquist skrifar:

  Þakkir færðu Binni fyrir þitt óeigingjarna þýðingarstarf. Getum við átt von á nýjustu úgáfunni? 2.9.2 ?

 15. Binni skrifar:

  Ég hef tekið til við að þýða WordPress 3.0. Þeirri vinnu ætti að ljúka um mitt sumar.

 16. Ari Halldórsson skrifar:

  Sé hér skrifað 22. júní 2010 að þú eigir von á að klára ísl. þýðingu um mitt sumar. Er hana eihversstaðar að finna eða er þetta enn í vinnslu?

 17. Binni skrifar:

  Því miður, Ari, þá er þessu enn ólokið.

 18. Erlendur skrifar:

  Sæll Binni,
  Langar til að vita hvort búið sé að þýða 3,0 ?

 19. Binni skrifar:

  Því miður, Erlendur, þá er því fjarri lokið. Ég hef enga áætlun. Einhverjir aðrir gætu verið að þýða, hef ekki skoðað vef WordPress nýlega.

Submit a Comment