Hvers vegna Akureyri er menningarbær

Ég komst að því um verslunarmannahelgina að Akureyri er nú sannkallaður menningarbær. Hvers vegna? Jú, vegna þess að við Hafnarstræti 100 er indverskur skyndibitastaður með alvöru indverskum kokkum og heitir Indian Curry Hut. Þetta hefði skáldinu á Sigurhæðum aldrei hvarflað í hug frostaveturinn mikla 1917.

Þetta kom sannarlega á óvart — og vóg mjög á móti öllu pítsu- og hamborgaradraslinu sem umlukti miðbæinn á útihátíð sem dregur nafn sitt af pylsu.

Á milli Reykjavíkur og Akureyrar er ekkert á boðstólum annað en bras í anda Staðarskála. En í þessum tveimur menningarbæjum má nú setjast niður og eta indverskt góðgæti.

Submit a Comment