Tag: Biblíuþýðingin

Þögnin rofin?

Já, kannski er við hæfi að rjúfa bloggþögnina nú þegar ljóst er orðið að Clapton heldur tónleika hér á landi í sumar í stað þess að renna fyrir fisk. Á þessu er kannski enginn munur í sjálfu sér, að syngja eða renna fyrir fisk, en tónleikar í Egilshöll eru meiri fyrirhöfn en fluguveiðar í Aðaldal, svo mikið er víst. Clapton fiskar mig hvernig sem á það er litið. Allir góðir blúsarar eru mannaveiðarar.

Hérna er ofurlítill uppgjörsblús:

Mestu vonbrigði ársins 2007 voru viðbrögð Guðrúnar Kvaran við gagnrýni sem nýja biblíuþýðingin hefur sætt. Þau eru mér svo mikil vonbrigði, að ég er hættur að sjá til sólar. Jafngott, eins og sólin blindar skynsama menn.

Sjálfur hefði ég aldrei trúað því að ég ætti eftir að gera nokkuð annað við nýja biblíuþýðingu en strika undir í hrifningu þessa „fyrirmynd annarra texta að orðfæri“. Nú er einhver fegursta útgáfa þessarar bókar útkrotuð á spássíunum af því að málfar hennar er mér einfaldlega ekki samboðið. Er ég þá ekki af þeirri kynslóð sem „Biblía 21. aldar“ höfðar til?

Who am I? A fish-monger?

Freisting Jobs

Það sem áður var freisting Jobs er nú prófraun hans í nýju biblíuþýðingunni.