Tag: Gyrðir Elíasson

Kirkjubekkir

Ég leggst snöggvast á glugga kirkjunnar. Finn lyktina af tjörubornum veggjunum sem dropar hnappast á. Bekkirnir eru fáir, harðir trébekkir af þeirri gerð sem Amnesty International ætti að láta til sín taka. Enn er alþýða manna víða um heim kvalin á svona bekkjum í löngum messum.

— Gyrðir Elíasson, Hótelsumar, bls. 88.