Tag: Hannes Pétursson

Undrið sem öllu tekur fram

Í dag er sumardagurinn fyrsti og um leið og ég sendi netverjum hamingjuóskir birti ég þennan skjátexta:

Enn gerist undrið
sem öllu tekur fram
og eins þó við siglum
upp úr sjöunda himni:
enn verður lyngmórinn
athvarf söngfuglsins
aftur renna hjarðirnar
til efstu grasa.

— Hannes Pétursson: Undrið