Tag: Íslenska

Málið okkar í boði Marðar

Bendi á þessa góðu lesningu á Eyjunni eftir einn besta prófarkalesara landsins, Mörð Árnason: Málið okkar.

Mörður fékk ekki verðugan stuðning í prófkjöri Samfylkingarinnar um helgina. Er það með miklum ólíkindum. Sá sem fylgir úr hlaði þingsályktunartillögu um íslenska málstefnu — og fær löggfjafarþingið til að samþykkja formlega í fyrsta sinn að Íslendingar tali íslensku á Íslandi — mætti gjarnan eiga sæti á þingi.

Arður tungunnar verður ekki metinn til peninga. Það er kannski þess vegna sem þetta framtak fær enga umfjöllun um það leyti sem þjóðin verður gjaldþrota.