Tag: Philip Larkin

Armstrong-hálsbólga

Þegar ég hélt að flensan væri loks í rénun hlaut að koma önnur verri. Gamalt leiðarstef. Djöfullinn reynir að fella mig.

Hvernig ætli Louis Armstrong hafi hljómað þegar hann fékk háls- eða barkabólgu?

Ég sendi Christine tölvuskeyti í morgun og sagðist vera með „armstrongish throat“. Hún sendi skeyti á móti og spurði hvað það væri. Ég sagði henni að hringja í mig.

Það rifjaðist upp fyrir mér, að ég lærði þetta af bréfasafni Larkins, einhverju skemmtilegasta bréfasafni sem ég hef lesið.

Við höfum leigt hús á Spáni í sumar. Hyggjumst aka um fjallahéruðin þar sem engin ferðaþjónusta er í boði. Kannski hittum við einhverja Spánverja.