Tag: WordPress

WordPress 2.8 á íslensku

Ég hef lokið við að þýða stigbót 2.8 af WordPress. Þeir sem vilja nota þýðinguna geta sótt sér þýðingarskrána hér.

WordPress 2.7 á íslensku

Ég hef verið að rísla mér við að þýða nýjustu útgáfuna af WordPress-kerfinu, útgáfu 2.7. Henni er ekki að fullu lokið, en vegna fjölda áskorana er þýðingarskráin komin á vefinn. Um það bil 60 strengir eru óþýddir í skránni en þeir eru lítt áberandi í kerfinu. Áhugasamir geta nálgast þýðingarskrána hér.

Ég stefni að því að ljúka þýðingunni í febrúar. Þeir sem sækja sér þýðingarskrána núna eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með uppfærslum hér og sækja sér lokagerðina þegar hún er tilbúin.

WordPress 2.6 á íslensku

Ég skellti inn þýðingu fyrir WordPress útgáfu 2.6 nú nýverið ef einhverjir áhugasamir vilja nýta sér hana. Sækja má þýðingarskrána hér.

Örfáar breytingar eru á milli útgáfu 2.6 og undirútgáfunnar 2.6.1 sem kom 15. ágúst síðastliðinn. Kannski lánast mér að ljúka henni innan tíðar, hver veit.

WordPress 2.5 á íslensku

Ég hef verið að rísla mér við að þýða nýjustu útgáfuna af WordPress-kerfinu, útgáfu 2.5, sem kom út 29. mars síðastliðinn. Nú er þýðingin tilbúin og þeir sem vilja nálgast hana geta sótt sér þýðingarskrána hér.

Ekki þarf að fjölyrða um það að ýmsar áhugaverðar viðbætur og endurbætur eru í nýju stigbótinni. Hvet ég alla sem nota WordPress að uppnýja kerfið hjá sér.