Hönnun

50 bestu bókakápurnar 2008

AIGA valdi 50 bestu bókakápurnar úr 900 bókum. Sheer joy!

Bestu lógóin 2008

Wolda hefur tilnefnt vinningshafa í alþjóðlegri samkeppni um bestu lógóin 2008. Missið ekki af þessu.

Arial

Drósin í heimi leturfræðinnar, eða public type, eins og Craig Mod kallar hana: Arial. Er hægt að lýsa þessu betur en Craig gerir þarna?

Helvetica

Helvetica minnir á blótsyrðið helvíti og það á vel við.

Ég þoli ekki Helvetica, ekki frekar en Arial, en nú er hins vegar komin út kvikmynd um leturgerðina og hún vinnur til verðlauna. Þetta verður fróðlegt að sjá.

Bókarkápa

Skemmtileg hugmynd og góð útfærsla, eins og sjá má á myndinni.

Ég er þó ekki sannfærður um leturgerðina í titlinum.

Fæst hjá Amazon.

QuarkXPress 7

Umbrotsforritið QuarkXPress hefur átt erfitt uppdráttar um alllangt skeið eða allar götur frá því Adobe náði forskoti í þróun hugbúnaðar af þessu tagi með InDesign. En nú má búast við einhverjum sviptingum á þessum markaði því að nýjasta útgáfan af QuarkXPress, útgáfa 7.0, stendur InDesign fyllilega á sporði.

Nýja útgáfan kom út fyrr á þessu ári og hefur vakið verðskuldaða athygli. Ég sótti mér 30 daga reynslueintak á dögunum og braut um bók og hannaði bókarkápu til þess að prófa forritið (sjá mynd hér til vinstri). Bókin kemur út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi í næstu viku.

Ekki er hægt að segja annað en að nýja útgáfan af QuarkXPress komi á óvart því að hún slær InDesign að sumu leyti við. Dave Girard fer í saumana á þessu með því að bera saman kosti forritanna beggja (sjá hér). Sigurður Ármannsson hefur einnig fjallað um nýju útgáfuna á vef sínum font.is (sjá t.d. hér).

Ég lærði á Kvarkinn á sínum tíma og var aldrei sáttur við InDesign enda þótt ég hafi verið „nauðbeygður“ að nota hann. Satt að segja varð ekki undan því vikist að leggja Kvarkinum að sumu leyti eftir útgáfu 5.0. En ég hef verið tregur að segja skilið við hann með öllu og það veit ég að margir aðrir umbrotsmenn glíma við samskonar ástarþrá. Ég komst að því á dögunum að nokkrir umbrotsmógúlar vinna ennþá á Kvarkinn enda þótt InDesign hafi verið betri kostur að flestu leyti síðastliðin ár. Þeir eru sumir í skýjunum eftir að útgáfa 7.0 kom út.

Verðlaunamynd

Nú er reynsluútgáfan sem ég sótti á netið runnin út og næsta skref er að taka ákvörðun um hvort ég kæri mig um að fjárfesta í þessum grip. Ég hef í raun og veru þegar gert upp hug minn. Er einhver sem vill fjárfesta með mér?

Ég veit að vísu ekki alveg hvernig á að fara að þessu. Á Íslandi er ekkert Quark-umboð. Sá sem vill eignast forritið verður að greiða það rafrænt og láta senda sér það að utan. Gallinn við Kvarkinn er nefnilega sá að hann er eingöngu seldur á geisladiski. Það er unnt að greiða hann rafrænt, sækja sér prufueintak á netið, en við kaup er hann eingöngu afhentur á diski.

Þótt söluaðferðin sé úrelt verður hið sama vonandi ekki sagt um forritið sjálft. Spennandi verður að fylgjast með þróuninni.

Óséð hönnun

Ég hef uppgötvað það að ég er farinn að senda frá mér prenthönnun án þess að sjá niðurstöðuna. Ég unga út bæklingum, nafnspjöldum og öðrum fjára án þess að sjá neitt af því nokkurn tíma. Er það óheillaþróun eða er ég að verða öruggari með mig?

Á mánudaginn hittumst við yfir hádegisverði, Vilhjálmur Árnason, Lúðvík Gústafsson og ég, á Hótel Sögu. Prófessorinn ljúfi afhenti okkur Lúðvík eintök af „Siðfræði lífs og dauða“ á þýsku. Ég sendi bókina frá mér á PDF-formi á netinu til LIT-forlagsins í Þýskalandi í sumarlok í fyrra. Hún er næstum ársgömul. Stundum er gaman að sjá afrakstur erfiðisins svo löngu seinna.

Góð bókarkápa

Sumir bókahönnuðir eru einfaldlega betri en aðrir.

Smellið á myndina til þess að sjá hvað þetta er vel heppnað, einkum skilaboðin í rauða litnum og hvernig myndin hallar — já, að ekki sé nú minnst á leturmeðferðina.

Fengið frá Osprey.